1665
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1665 (MDCLXV í rómverskum tölum) var 65. ár 17. aldar sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- 22. maí - Tómas Nikulásson, fógeti á Bessastöðum fórst undan Melum í Melasveit og með honum sex menn.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Sjö bjarndýr gengu á land í Trékyllisvík.
- Hestsannáll var fyrst ritaður.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Árnason biskup í Skálholti (d. 1743).
- 6. nóvember - Jón Halldórsson í Hítardal (d. 1736)
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 10. mars - Árni Oddsson lögmaður (f. 1592)
- 23. maí - Tómas Nikulásson fógeti á Bessastöðum drukknaði ásamt sjö öðrum þegar skúta hans fórst á Faxaflóa.
- 25. ágúst - Torfi Erlendsson, sýslumaður í Gullbringusýslu (f. 1598).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]
- 5. janúar - Vísindatímaritið Journal des sçavans hóf göngu sína í Frakklandi.
- 4. mars - Annað stríð Englands og Hollands hófst.
- 12. apríl - Fyrsta skráða dauðsfallið vegna Plágunnar miklu í London.
- 12. júní - Englendingar skipuðu bæjarstjórn í New York.
- 9. júlí - Frakkar námu land á eyjunni Réunion og gerðu tilkall til Madagaskar tveimur dögum seinna.
- 2. ágúst - Hollenski flotinn bar sigurorð af þeim enska við strendur Vågen í Noregi.
- 17. september - Karl 2. varð konungur Spánar fjögurra ára gamall.
- 22. september - * Leikritið Ástarlæknirinn (L'Amour médecin) eftir Moliére var frumsýnt.
- 5. október - Háskólinn í Kíl var stofnaður.
- 21. október - Fyrirtækið Compagnie de Saint-Gobain var stofnað af Jean-Baptiste Colbert, fjármálaráðherra Frakklands.
- 29. október - Portúgalir sigruðu Kongóveldið í orrustunni við Mbwila og drápu konunginn Anton 1. af Kongó.
- 7. nóvember - Tímaritið London Gazette hóf göngu sína.
- 14. nóvember - Konungslögin um Einveldið í Danmörku undirrituð af Friðriki 3..
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Snorra-Edda kom í fyrsta sinn út á prenti, í útgáfu Peders Resens í Kaupmannahöfn.
- Bólusótt geisaði í Evrópu.
- Robert Hooke uppgötvaði frumur í trjáberki.
- Lundaveldið var stofnað fyrir miðju Afríku.
- Breski læknirinn Richard Lower framkvæmdi blóðgjöf milli tveggja hunda.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 6. febrúar - Anna Bretadrottning (d. 1714).
- 12. febrúar - Rudolf Jakob Camerarius, þýskur grasafræðingur (d. 1721).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 2. janúar - Pierre de Fermat, franskur stærðfræðingur (f. 1601).
- 17. september - Filippus 4. Spánarkonungur (f. 1605).
- 19. nóvember - Nicolas Poussin, franskur listmálari (f. 1594)
- Laurentius Bureus, sænskur fornfræðingur, og þjóðminjavörður Svía.